FH.is fékk gömlu kempuna, Kristján Arason, sem lék með FH á gullaraldartímanum að spá í leik FH-liðsins á morgun en þá mæta nágrannarnir úr úthverfinu, Haukar, í Kaplakrika.

Hvernig hefur þér litist á leik FH-liðsins?
Kristján: Þeir hafa átt góða leiki en því miður of marga dapra leiki á mót liðum neðar í deildinni og það er það sem skilur á milli Hauka og FH.  Haukarnir hafa verið miklu jafnari í vetur og eru því með réttu á toppnum.

Hvað teluru að FH-liðið þurfti að nýta sér gegn Haukunum?
Kristján: FH hefur spilað ágætlega á móti Haukum í vetur og ekki verið mikill munur á liðunum þó að Haukarnir hafi í síðustu tveimur leikjum unnið fyrst og fremst á reynslu og klókindum.  Við verðum að spila góða vörn og hafa góða markvörslu og þá getum við unnið öll liðin í deildinni.  Það sem vantar mikið í spil FH er seinni bylgja í hraðupphlaupum.  Þar getur FH liðið bætt sig verulega en einnig vantar meira línuspil í sóknina.

Hverjir eru helstu styrkleikar Hauka? En veikleikar?
Kristján: Haukarnir hafa á að skipa mjög gott lið. Mikil breidd er í liðinu og mikil reynsla.  Aron hefur byggt upp mjög gott lið þar sem ungu strákarnir fá alltaf stærra og stærra hlutverk í liðinu.  Veikleikarnir eru helst í sóknarleiknum.

Hverjir eru helstu styrkleikar Hauka? En veikleikar?
Kristján: Ég hef góða trú á FH og er sannfærður um að við vinnum leikinn.  Það er búið að vera flott stemmning í Krikanum í vetur og liðið finnur stuðninginn sem er alltaf ómetanlegur fyrir leikmenn og þjálfara.