FH og Afturelding léku í dag í 3. umferð Lengjubikars kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði. Áður hafði hefa lagt suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík.

Leiknum í dag lauk með 4-0 en það var mál manna að vorbragur væri á liðunum. 
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks með góðu langskoti.

Í síðari hálfleik skoruðu Liliana Martins og Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir mörk eftir stungusendingar í gegnum vörn Aftureldingar. Síðasta markið skoraði síðan Halla Marinósdóttir er hún fylgdi eftir skoti Elsu Petru Björnsdóttur sem markvörður Aftureldingar varði en náði ekki að halda.

Næsti leikur FH er gegn Haukum, þriðjudaginn 27. næstkomandi, á Ásvöllum kl. 20:00.