Leikurinn var ágætlega leikinn af hálfu beggja liða og færi á báða bóga.  Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en þær Aldís Kara, Margrét Sveinsdóttir og Sigríður Siemsen skoruðu allar á 20 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.  Lokatölur 3-1.

Ef einhver skyldi ekki vita það þá er myndin hér að ofan af hinni geðþekku Sigríði Siemsen.  Sigga er í öftustu línu liðsins og leiðist ekki að skora stöku sinnum.  Í kvöld skrúfaði hún boltann í netið beint úr hornspyrnu.

Þar með hafa okkar stelpur lokið leik í 1-2 sæti með 12 stig og 8 mörk í plús.

Nú verður stutt hlé hjá liðinu eða fram að fyrsta leik í Íslandsmótinu.  Þá fara stelpurnar í heimsókn í Frostaskjólið og mætir liði KR.  Leikurnn fer fram á Uppstigningadag, fimmtudaginn 13. maí kl. 14:00