Annan í Páskum héldu þau Jón og Arna, þjálfarar mfl. kv., ásamt fríðu föruneyti til Portúgal í æfingaferð.

Liðið heldur til í Albufeira en þar verða einnig fyrir karla- og kvennalið Stjörnunnar ásamt kvennaliði Hauka.  Haft var eftir Jóni Þór, skömmu fyrir brottför, að „…ferðin væri með hefðbundnu snið; æft tvisvar á dag og leiknir æfingaleikir við íslensku liðin.“ 

Fararstjóri í ferðinni er engin önnur en reynsluboltin og valkyrjan Margrét „Gréta“ Brandsdóttir en hún tók á móti mörgum þeirra stúlkna, sem nú leika með mfl., á sína fyrstu fótboltaæfingu.

Liðið er svo væntanlegt til baka þriðjudaginn 13. apríl en þann sama dag halda Heimir og félagar í mfl. karla á sama stað í sömu erindagjörðum.

Úrslit úr leikjum liðsins í Portúgal verða birt á fh.is.