Stelpurnar í meistaraflokki léku æfingaleik gegn Haukum í Portúgal á Laugardaginn.  Haukar fóru með 1-0 sigur af hólmi í jöfnum leik.  Haft er eftir Jóni Þór, þjálfara liðsins, að liðin hafi sýnt ágætis leik á köflum og sigurinn hefði getað lent báðum megin.

Liðið heldur heim á leið á morgun en stelpurnar koma með sömu vél strákarnir í meistaraflokki karla flýgur út.  Þar munu Heimir, Jörundur og Eiríkur leggja lokahönd á undirbúning liðsins fyrir komandi Íslandsmót