Ágæti FH-ingur

Næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20.00 verður haldinn sérstakur kynningar-fundur FH í Lækjarskóla þar sem nýju Bakhjarlakortin verða kynnt. Við hvetjum alla FH-inga til að láta sjá sig því það er mikilvægt að ná upp góðri samstöðu og jákvæðu viðmóti gagnvart þessari nýjung.

Þjálfarar úr handboltanum og fótboltanum láta sjá sig ásamt formönnum og halda stutta tölu um það sem framundan er og svara spurningum gesta. Einnig munu leikmenn úr karla og kvennaliðum deildanna tveggja vera á svæðinu og hægt verður að spyrja þá spjörunum úr.
Þá verður stuttur fyrirlestur um framkvæmdirnar í Krikanum og hvernig horft sé til framtíðar.

Þarna koma allir sannir FH-ingar til með að fá nánari útlistun á því hvað er um að vera í félagsstarfinu og tækifæri til þess að fá svör við þeim spurningum sem á vörum þeirra brenna.

Láttu ekki þitt eftir liggja, láttu orðið berast og láttu sjá þig

Með samstilltu átaki allra við erum toppnum á

www.fh.is/bakhjarlfh

http://www.facebook.com/home.php?#!/profile.php?id=100001045775530&ref=profile