Coca Cola mót FH var haldið 24. maí og þar kastaði Óðinn Björn Þorsteinsson 19.04 metra í kúluvarpi. Þetta er flottur árangur hjá þessum stóra og nautsterka manni 😉

Óðinn er búinn að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið sem er haldið um mánaðamótin júlí – ágúst í Barcelona. Óðinn er í fullum undirbúningi fyrir mótið og byrjar tímabilið vel.