FH gerði 2-2 jafntefli í kvöld gegn Val í opnunarleik Pepsi Deildarinnar sem fór fram á Vodafone vellinum í kvöld. Danni Koning skoraði fyrsta markið í leiknum í kvöld og kom val yfir á 36 mínútu. Atli Viðar Björnsson jafnaði síðan einungis þrem mínútum seinna með góðu skoti eftir snilldarsendingu frá Hákoni Hallfreðssyni. Staðan í hálfleik 1-1.

Valsmenn komust síðan í 2-1 á 66 mínútu en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði úr vítaspyrnu á 82. mínútu eftir að brotið hafði verið á Matthíasi Vilhjálmssyni í vítateignum. Ólafur Páll Snorrason fékk síðan gullið tækifæri til að skora sigurmarkið undir lokið en Kjartan varði frá honum. Úrslit 2-2

Jónas Ýmir af www.fhingar.net