Þær Guðný Tómasdóttir og  Aldís Kara Lúðviksdóttir hafa verið valdar í U17 ára landslið Íslands sem heldur til Búlgaríu og tekur þátt í forkeppni EM. Þar er Ísland í riðli með riðli með heimamönnum, Litháen og Ítalíu.

Þær stöllur Guðný og Aldís hafa áður leikið með U17 og U16 ára liðum Íslands. Guðný er sterkur varnarmaður og leiðtogi 3. fl. kv. en Aldís er sóknarmaður sem farið hefur mikinn með mfl. í sumar.

FH-ingar óska stelpunum til hamingju og óska þeim og liðinu góðs gengis