Leikurinn fór fram á Fjölnisvelli í mildu veðri en það var sannkölluð hitabeltisrigning meðan á leik stóð og kunnu FH-strákarnir vel við sig í regninu.
Kristján Flóki Finnbogason náði forystunni fyrir FH í fyrri hálfleik með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Sigurður Gísli Snorrason, einnig nefndur Siggi Bond, bætti svo við marki um 10 mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skoti efst í markhornið og gulltryggði sigurinn.

FH-strákarnir fengu gríðarlega góðan stuðning en stuðningsmenn fjölmenntu í strætó í boði FH og létu vel í sér heyra á vellinum og í leikslok voru tendruð blys og minnti stemmningin óneitanlega á San Siro.