Öllum velunnurum FH er velkomið að kíkja í Krikann, heilsa uppá leikmenn og aðra sem í húsinu verða.  Í vetur mun FH einnig verða með U-lið í karlaflokki sem spila mun í 1 deild og er það fínn undirbúningur fyrir strákana sem þar spila.  Jafnvel mun U-liðið etja kappi við mfl kk á fimmtud.
Gefst þá einnig tækifæri fyrir fólk að láta vita hvort áhuga sé á að vinna með okkur í vetur. Okkur vantar alltaf aðstoð við að gera umgjörðina sem besta
Við leitum bæði eftir körlum og konum á öllum aldri, eina krafan sem gerð er að viðkomandi hafi gaman af félagsstarfi og vilji FH það besta.

Við leitum eftir fólki í fjöldamörg störf t.d
Uppsetningu við leiki.
Aðstoð við gæslu.
Umsjón með veitingum í Bakhjarla herbergi.
Aðstoð við grill á leikjum.
Aðstoð við tölfræði og tölvumál.
Aðstoð á tímavarðaborði.
Einnig leitum við að fólki sem er tilbúið að koma beint að því að aðstoða við meistaraflokka félagsins og ungmennalið.

munið …. fimmtudaginn kl 18.00 mun æfingin hefjast og allir FH-ingar velkomnir.