Markvörðurinn Birna Berg Haraldsdóttir og framherjinn Sigrún Ella Einarsdóttir hafa verið valdar í U19 ára landslið Íslands sem heldur til Búlgaríu um miðjan mánuðinn. Þar mun liðið leika undankeppni EM 2011 gegn hemamönnum, Úkraínu og Ísrael.

Stelpurnar hafa báðar leikið öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem Birna hefur leikið landsleiki fyrir yngri landslið í handknattleik.

FH-ingar óska stelpunum til hamingu og vonast til þess að lið Íslands gangi vel á mótinu.