En eins og vanalega þá viljum við bæta í og gera umgjörðina enn betri og
gera þá upplifun við það að mæta á handboltaleik í krikanum ennþá meiri
og skemmtilegri fyrir FH-inga og annað handboltaáhugafólk.

En
það er nú einu sinni þannig að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Við
FH-ingar erum sem betur fer heppnir að í okkar félagi er mikið af sönnum
félagsmönnum sem eru tilbúnir að leggja vinnu í félagið sitt. Það eru
kannski ekki allir sem átta sig að því að á hverjum heimaleik kemur
fjöldi manns saman og gerir þessa flottu umgjörð að veruleika. Núna
þegar bæta á í umgjörðina þá vantar okkur enn fleira fólk til að slást í
þennan skemmtilega félagsskap.

Við leitum bæði eftir körlum og
konum á öllum aldri, eina krafan sem gerð er að viðkomandi hafi gaman af
félagsstarfi og vilji FH það besta.

Við leitum eftir fólki í fjöldamörg störf t.d
Uppsetningu við leiki.
Aðstoð við gæslu.
Umsjón með veitingum í Bakhjarla herbergi.
Aðstoð við grill á leikjum.
Aðstoð við tölfræði og tölvumál.
Aðstoð á tímavarðaborði.
Einnig leitum við að fólki sem er tilbúið að koma beint að því að aðstoða við meistaraflokka félagsins og ungmennalið.

Eins
og þú sérð FH-ingur góður þá vantar ekki verkefnin. En ef þú hefur tíma
og áhuga á því að starfa fyrir félagið þitt í skemmtilegum félagskap í
mikilli nálægð við meistaraflokka félagsins þá skaltu ekki hika við að
hafa samband við
Sigurstein Arndal sigursteinn@fh.is  sími 6977008 eða Sverri Reynisson sverrir23@simnet.is og þeir gefa þér nánari upplýsingar.

Ekki spyrja hvað félagið getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir félagið
.

ÁFRAM FH