Ungmennalið FH endurheimti í kvöld efsta sæti 1.
deildar karla í handknattleik þegar það lagði ungmennalið Selfoss,
32:26, á Selfossi. FH-ingar hafa fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. FH eiga þar með topplið
beggja deildanna í handknattleik karla um þessar mundir. Halldór Guðjónsson átti stórleik í kvöld, setti 12 slummur, Bogi Eggertsson setti 6 annars fór markaskorun á þennan veg:

Mörk FH U: Halldór Guðjónsson 12, Bogi Eggertsson 6, Ársæll Ársælsson 4, Bjarki
Jónsson 3, Þorkell Magnússon 2, Þórir Traustason 2, Agnar Helgason 1, Atli Frið
bergsson 1, Ísak Rafnsson 1.

Einstakur árangur í byrjun móts og nú er bara málið að halda rétt á spöðunum í framhaldinu.

Áfram FH

Upplýsingar af mbl.is