Þær Guðný Tómasdóttir og Aldís Kara Lúðviksdóttir hafa verið boðaðar til æfinga með U17 ára landsliðii Íslands um helgina. Stelpurnar voru í liði Íslands sem tók þátt í undankeppni EM sem fram fór í Búlgaríu í haust. Þar sigraði liðið alla sína leiki sannfærandi og Aldís Kara gerði sér lítið fyrir og skoraði 9 mörk en það mun vera met í þeirri keppni.

Markmaðurinn Birna Berg Haraldsdóttir, Sigmundína Sara varnarmaður og sóknarmaðurinn Sigrún Ella Einarsdóttir eru einnig boðaðar til æfingum með U19. Stelpurnar voru allar lykilmenn í mfl. liði FH í sumar og eiga fjölda landsleikja að baki með yngri liðum Íslands.

FH-ingar óska stelpunum góðs gengis.