Eins og fram hefur komið þá eru grillararnir ekki að slakari gerðinni frekar en fyrri daginn. Gunnlaugur Sveinsson framkvæmdarstjóri FH og fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Selfoss og Kristjana Aradóttir fyrrverandi þjálfari og leikmaður Selfoss munu sjá um að grilla ofan í gesti Kaplakrika fyrir leik FH og Selfoss. Af þessu tilefni þá sló FH.IS á þráðinn til Gulla en hann var í óða önn við að smakka barbique sósurnar frá Hunt’s og koma sér í fíling fyrir fimmtudaginn.
En sjáum hvað Gulli hafði að segja.

Gulli hvað getur þú sagt okkur af grill hæfileikum þínum og við hverju meiga gestir Kaplakrika búast við á fimmtudaginn? Ég er frekar slakur grillari. Minn staður á heimilinu er á bak við eldavélina, eins og Guðni Ágústsson sagði svo eftirminnilega.

Hefur þú trú á að Kristjana sé að fara gera einhverja hluti á grillinu eða verður þú bara í því að slökkva elda hjá henni?
Kristjana er frábær grillari og fer létt með þetta.

Segðu okkur aðeins frá tengslum þínum við Selfoss:
Konan mín er borin og barnfæddur Selfyssingur og við bjuggum á Selfossi í heil 17 ár. Þar afrekaði ég m.a. að vera aðstoðarþjálfari handknattleiksliðs Selfoss í gömlu 2. deildinni, með Helga nokkrum Ragnarssyni sem aðalþjálfara. Seinna var ég svo formaður handknattleiksdeildarinnar  í eitt ár.

Er einhverjir sérstakir selfyssingar sem að þig langar að bjóða velkomna í Krikann?
Ég býð sérstaklega velkominn í Krikann tannlækninn minn til fjölda ára Hall Halldórsson. Sá góði drengur hefur reynst drjúgur í uppbyggingu handboltans á Selfossi.

Hvernig lýst þér á handboltann í vetur?
Ég spái að þessi vetur verði sérlega skemmtilegur, einkum hjá okkur FH ingum.

Hvernig fer svo leikurinn?
Við vinnum naumlega, Selfyssingar verða okkur mjög erfiðir. Eigum við að segja 29 gegn 27 !!