Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Fylki þriðjudaginn 9. nóvember í 16-liða
úrslitum bikarsins klukkan 20.00.

Leikurinn er í Kaplakrika en liðin mættust þar fyrr á leiktíðinni þar sem Fylkir fór með sigur af hólmi 18-28. FH stelpur eiga því harma að hefna og skiptir stuðningur áhorfenda miklu máli. Við hvetjum því stuðningsmenn FH til að mæta í Krikann og styðja stelpurnar okkar.

Áfram FH!