Pústþjónusta BJB kom færandi hendi og gaf barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar FH bolta, vesti, keilur og boltapoka. Það var Piero Segatta framkvæmdastjóri BJB sem afhenti Gísla Björgvinssyni formanni unglingaráðs varninginn að viðstöddum þjálfurum FH. Gjöfin mun nýtast deildinni vel og er BJB þakkað fyrir þetta frábæra framtak.