Strákar fæddir 1998 léku á sínu öðru deildarmóti HSÍ síðastliðna helgi.  Við erum að tala um 5. flokk yngra ár. 

Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unni alla sína leiki líkt og þeir hafa gert á öllum mótum frá því í byrjun september 2009, en þeir urðu einmitt íslandsmeistarar vorið 2010 með fullt hús stiga. Þeir hafa því unnið núna 6 deildarmót í röð með fullu húsi sem gerir 30 sigurleiki í röð. 

En það voru fleiri lið á þessu móti og FH2 sem lék á þessu móti í 3. deild gerði sér lítið fyrir og vann deildina og spila þeir því í 2. deild á næsta móti og það sýnir frábæra breidd að vera með lið bæði í 1. og 2. deild. 

Við óskurm strákunum til hamingju með frábæran árangur og vonum að þeir haldi áfram að vinna afrek saman.  

ÁFRAM FH.