Í tilefni af leik FH og Hauka annað kvöld þá hafa tveir flottir samstarfsaðilar handknattleiksdeildar FH tekið höndum saman til þess að poppa stemminguna í bænum.

Allir þeir sem mæta í FH eða haukabúning í Líkamræktarstöðina Hress dagana 29 og 30 nóvember fá glaðning frá Vífilfell að æfingu lokinn. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að drífa sig í Hress, taka alvöru æfingu og fá glaðning frá Vífilfell að æfingu lokinni.

Svo mæta að sjálfsögðu allir tímanlega á leikinn annað kvöld. Gríðarlega mikilvægt að mæta að minnsta kosti 45 mínútum fyrir leik og upplifa skemmtidagskránna sem verður í boði.

ÁFRAM FH!