Flottasta jólagjöfin í ár…

Atvinnumannabúðir Loga Geirs

Námskeiðið er haldið í Kaplakrika dagana 27-30. desember frá klukkan 08:00 til kl. 12:00. Auk þess er vídeofundur og matur innifalinn frá kl. 12:00-13:00 dagana 29. og 30. desember.

Allir þátttakendur fá matarprógram og leiðsögn í helstu undirstöðuatriðum líkamsþjálfunar. Þar að auki flytur Logi fyrirlestur sinn sem ber nafnið „Það fæðist enginn atvinnumaður“ og hefur getið af sér gott orð á Íslandi.

Námskeiðið er fyrir handknattleiksiðkendur á aldrinum 10-18 ára. Hópum verður skipt niður eftir aldri og getu og verður unnið mikið í séræfingum fyrir hvern og einn. Allir krakkar eru velkomnir óháð því hjá hvaða félagi þau æfa handbolta. Námskeiðið sem haldið var í sumar seldist upp og komust færri að en vildu, og því er um að gera að tryggja sig inn á það sem fyrst.

Landsliðsmenn í handknattleik mæta á svæðið, þ.á.m. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður, en hann kemur til með að kenna helstu undirstöðuatriði markmannsþjálfunar. Þar að auki mun Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Íslenska karlalandsliðsins og þjálfari Vals í N1-deild karla líta við og fylgjast með því sem fram fer.

Gjafabréfin verða afhent í Kaplakrika til að setja í jólapakkann þann 21. desember milli kl. 16:00-18:00 en einnig verður hægt að mæta beint í búðirnar á mánudeginum. Þeir sem vilja sækja gjafabréf fram að jólum er bent á að hafa samband við Jónu í síma 894-8472.

Verð: 7,500 krónur

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á eftirfarandi stöðum:

Jóna s. 894-8472
Facebook, undir „Handboltaskóli Loga Geirs“
e-mail:
logi.geirsson@gmx.de