FH komst í kvöld í undanúrslit í Eimskipsbikar karla. Liðið mætti
sprækum ÍRingum sem leika í 1. deild og sigraði að lokum 23-24 en
leikið var í Austurbergi.

Leikurinn var jafn allan tímann og lengi vel höfðu ÍRingar yfirhöndina. Þegar 5 mín voru eftir leiddu ÍRingar 22-21. FHingar náðu þó með seiglu að knýja fram eins marks sigur eins og áður segir. Ekki besti leikur FHinga í vetur en sigur er sigur og undanúrslitin framundan þar sem fyrir höfðu unnið sér sæti Akureyri, Fram og Valur.

Það eru því spennandi undanúrslit framundan og ljóst að Bikarinn er innan seilingar fyrir FH ef liðið heldur rétt á spöðunum.