Kvennaboltinn er hafinn á ný og mæta Eyjastúlkur í Krikann í kvöld þriðjudag og hefst leikurinn klukkan 19.00.

FH er fyrir leikinn í sjötta sæti með sex stig eftir sjö leiki og getur með sigri komist up í það fimmta.

ÍBV er í áttunda sæti og getur með sigri komist upp fyrir bæði Hauka sem sitja í sjöunda sæti og FH.

FH liðið kemur nokkuð breytt úr jólafríinu þar sem Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrirliði liðsins gekk til liðs við Val.

Að auki lét Guðmundur Karlsson af störfum og við tók Jón Gunnlaugur Viggósson.

Það er því um að gera að koma og styðja við liðið í Krikanum í þessum mikilvæga leik.

Áfram FH.