Norðurlandamótið hefur staðið yfir undanfarna daga og er leikið norðan heiða. Ísland teflir fram tveimur liðum og hafa bæði liðin staðið sig frábærlega. Ísland 1 sem Kristján Flóki leikur með eru komnir í úrslitaleikinn gegn Dönum sem fram fer á morgun og Ísland 2 sem Ingvar leikur með leika um 3. sætið við Norðmenn. Leikirnir fara fram á Þórsvelli á Akureyri og við óskum strákunum góðs gengis!