Íslenska liiðið vann Dani 1-0 í úrslitaleik á Þórsvelli á Akureyri. Kristján Flóki Finnbogason leikmaður FH lék allan leikinn fyrir Ísland og stóð sig vel. Fyrr í dag beið Ísland 2 ósigur fyrir Norðmönnum í leik um bronsið en FH-ingurinn Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom inn á í hálfleik og stóð sig einnig mjög vel. Frábær árangur hjá íslensku liðunum og við óskum þeim og sérstaklega FH-strákunum til hamingju með góða frammistöðu.