Laugardaginn 1.okt kl 14:00 verður Handboltadagur FH haldinn. Það verður kynning á starfi handknattleiksdeildar, þjálfarar flokkanna verða á staðnum. Hægt verður að ganga frá greiðslu æfingagjalda, og máta nýju Adidas búningana.

Einnig verða á leikmenn meistaraflokks karla með handboltaþrautir og kennslu í sal.

Svo til þess að toppa daginn þá verða grillaðar pylsur og síðan fá allir krakkar frítt á leik FH-Hauka í Meistaraflokk kvenna kl 16:00.

Mætum á Handboltadaginn og skemmtum okkur saman!! Sjáumst – Áfram FH!