Á fimmtudaginn kemur mun FH leika sinn fyrsta evrópuleik á árinu. Andstæðingarnir að þessu sinni er USV Eschen-Mauren frá Lichtenstein. Þeir spila í svissnesku 3. deildinni. Leikurinn hefst kl 19:15 hér í Kaplakrika og verður FH búðin opin að venju og hvetjum við alla FH-inga að skoða úrvalið hjá þeim.

 

Bakhjarlakortin gilda ekki á evrópuleiki en að sjálfsögðu verða veitingar í boði fyrir Bakhjarla.

 

Sjáumst í FH stuði og ÁFRAM FH