Laugardaginn 1. september verður sérstakur stelpudagur haldinn í Kaplakrika þar sem starfið í yngri flokkum í fótboltanum hjá FH verður kynnt. Allar áhugasamar stelpur eru boðnar velkomnar í Krikann til að kynnast starfinu og þjálfurum félagsins sem munu setja upp stöðvar með leikjum, æfingum og þrautum allt eftir áhuga og getu hvers hóps fyrir sig.

 

Stelpur fæddar 2006 og yngri æfa frá 10-11.

Stelpur fæddar 2004 og 2005 æfa frá 11-12.

Stelpur fæddar 2002 og 2003 æfa frá 12-13.

 

Æfingarnar verða í Risanum.

Þjálfarar yngri flokkanna hjá FH stýra æfingunum auk leikmanna hjá meistaraflokkum félagsins.

Að æfingum loknum er stelpunum boðið upp á pylsur og drykki.

Landsliðsmenn íslenska kvennalandsliðsins kíkja í heimsókn.

Solla stirða mætir á svæðið.

Jón Jónsson mætir með gítarinn.

Æfingatafla vetrarins verður kynnt fyrir stelpunum.

Við hvetjum allar sprækar stelpur til að láta sjá sig, hafa gaman saman og taka vinkonurnar með!

 

mynd 2

 

mynd7

 

mynd6

 

mynd5

 

Mynd4