Laugardaginn 29. september spilar FH gegn Val og verður bikarinn afhentur að leik loknum.

Um kvöldið verður haldið glæsilegt meistaraball í íþróttarhúsinu Kaplakrika og um leið fagnað 6 íslandsmeistaratitlinum. Skemmtiatriðin eru ekki af verri endanum en stærsta Júlladiskó sögunnar verður haldið og svo mun BUFF sjá um að trylla lýðinn. 

Húsið opnar kl 23:30 og er miðaverðið ekki nema 2.000 kr í forsölu og 1.500 kr fyrir Bakhjarla en 2.500 kr við hurðina. Frábært verð er á barnum og einnig verður hægt að kaupa sér mat á staðnum. 

Við hvetjum alla FH-inga til að fjölmenna á þessa frábæru skemmtun og fagna þessum frábæra árangri FH. Miðar verða seldir í Kaplakrika og á Súfistanum.Meistaraball FH 2012