Í tilefni 100 ára afmælis IAAF var FRÍ falið að úthluta viðurkenningum til einstaklinga hér á landi fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ laugardaginn 27. október sl. Síðast fékk FRÍ viðurkenningar af þessu tagi á 75 ára afmæli IAAF, árið 1987. 

Þeir FHingar sem voru heiðraðir hafa sérstaklega tekið þátt í starfi FRÍ.

Þau sem fengu viðurkenningarskjal IAAF voru Sigurður Pétur Sigmundsson, Trausti Sveinbjörnsson og Súsanna Helgadóttir.

Þau sem fengu sérstakan minnispening IAAF af tilefninu voru: Ragnheiður Ólafsdóttir, Eggert Bogason og Sigurður Haraldsson.

Við úthlutun var horft til þeirrar fjölbreyttu flóru einstaklinga sem hafa lagt hreyfingunni lið á undanförnum aldarfjórðungii. Við mat var horft til umfangs starfs, árangurs að því marki sem það er raunhæft til samanburðar og fjölbreytileika í störfum. Horft var líka til hefðbundinna þátta eins og búsetu, starfsvettvangs og kynjahlutfalls. Leitast var við að dreifing viðurkenninganna endurspeglaði þá fjölbreyttu flóru einstaklinga og hjóna sem leggja hönd á plóg og hafa byggt upp þessa hreyfingu og gert hana að því sem hún er. Hjónum er úthlutuð viðurkenning sem að mati nefndarinnar er staðfesting á því að mikið og óeigingjarnt starf fyrir hreyfinguna getur samrýmst farsælu fjölskyldu lífi.