Eftir fjölda áskoranna þá verður hið einstaklega skemmtilega árgangamót FH í handbolta haldið. Dagsetningin er 19 janúar og hefjast leikar kl 15:00. Eftir mótið verður glæsilegt lokahóf í Sjónarhól, í boði verður grillveisla frá Kjötkompaníinu Þar mun einnig verðlaunaafhending fara fram og votar veigar seldar á sanngjörnu verði. Síðustu árgangamót hafa vakið mikla lukku, stemmingin verðið hreint frábær og er það ljóst engin breyting verður á því í þetta sinn.
Leikmenn mfl karla munu dæma á mótinu og munu þeir sitja strangt dómaranámskeið hjá Jóa Long og Alf Pedersen í aðdraganda mótsins. Sigurður „Bakari“ Þorleifsson er sérstakur regluvörður mótsins. Ekki veitir af þar sem mönnum á það til að hlaupa kapp í kinn þegar jafn margir sigurvegarar mætast á einum og sama staðnum.

Keppnisgjald er 3000 kr á mann og innifalið í því er glæsileg grillveisla frá Kjötkompaníinu að móti loknu. Allur ágóði rennur til barna og unglingaráðs handknattleiksdeildar FH.

Lokafrestur til að skila inn liði er 15 janúar og möguleiki er að sameina fámenna árganga. Innritun liða fer fram hjá eftirfarandi aðilum.
sigursteinn@fh.is
toti@laekjarskoli.is
gped@vis.is
gauiarna@gmail.com

 

Upplýsingar um mótið er einnig að finna á facebook síðu mótsins: