Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Dönum í dag í vináttulandsleik.  Leikið verður í Farum í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason, fyrirliði

Miðverðir: Aron Heiðdal Rúnarsson og Samúel Kári Friðjónsson

Tengiliðir: Emil Ásmundsson og Sindri Björnsson

Hægri kantur: Ævar Ingi Jóhannsson

Vinstri kantur: Stefán Þór Pálsson

Sóknartengiliður: Gunnlaugur Hlynur Birgisson

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason

Þetta er fyrri leikurinn af tveimur vináttulandsleikjum en sá síðari verður leikinn á sama stað á fimmtudaginn.