FH trygði sér á fimmtudagskvöld heimaleikjarétt gegn Fram í úrslitakeppni N1 deildarinnar þegar liðin mættust á fimmtudagskvöld í Kaplakrika. FH liðið lék nokkuð vel í leiknum og var sigurinn verðskuldaður þótt að FH liðinu tækist aldrei að slíta Framara algerlega frá sér. Daníel í markinu var frábær í leiknum auk þess sem Einar Rafn átti flotta kafla í sókninni. Allt FH liðið átti ágætan dag og var varnaleikurinn mjög flottur.

En það er því ljóst að 13. apríl munu FH og Fram hefja úrslitakeppnina í Kaplakrika.