Staðan jöfn 1-1 !  Baráttan heldur áfram.

Annar leikurinn í undanúrslitum N1 deildarinnar milli FH og Fram fór fram í gærkvöldið í Safamýrinni. Skemmst er frá því að segja að sá leikur tapaðis 24-19 og var sigurinn sanngjarn. FH strákarnir urðu undir í baráttunni og sóknarleikurinn gekk ekki eins og skyldi. En svona er úrslitakeppnin, það eru sveiflur í þessu og það lið sem sýnir mesta samstöðu og vinnur best í sínum leik í gegnum einvígið mun hafa sigur að lokum. Því er enga örvæntingu að finna í Krikanum. Nú setja menn upp vinnuhanskana, hugsa í lausnum, safna liði og mæta klárir í næsta leik en sá leikur er á heimavelli okkar FH-inga á fimmtudaginn kl 19:30.

Stuðningsmenn FH safna einnig liði og mæta tvíelfdir til leiks á fimmtudaginn. Eins og áður hefur komið fram í fyrri pistlum þá reynir á samstöðuna hjá öllum félagsmönnum í úrslitakeppninni, nú þurfa FH-ingar að þétta sér á bakvið liðið og styðja þá sem aldrei fyrr. Úrslitakeppnin er ekkert nema stuð, stemming, hæðir og lægðir og sameinuð ætlum við á toppinn. FH-ingar eru hvattir til að mæta tímanlega og skapa frábæra stemmingu, grillið verður á sínum stað og því engin ástæða til annars heldur en að taka kvöldmatinn í Krikanum.
VIÐ ERUM FH!
Nánir fregnir af leik Fram og FH frá því á þriðjudagskvöld má finna á eftirfarandi tenglum.