Þriðjudaginn n.k. kl. 19:15 fer fram leikur FH og Selfoss í Pepsi-deildinni í Krikanum. FH gerði jafntefli gegn Þór/KA fyrir norðan í fyrstu umferð en Selfoss sigraði Þrótt í Laugardalnum 0-2. Liðunum er spáð líku gengi í deildinni í sumar og búast má við hörkuleik. 

 

Samskip býður knattspyrnuáhugafólki á völlin og eru FH-ingar hvattir til að fjölmenna og styðja stelpurnar.

 samskip

Áfram FH!