Handknattleiksmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson er genginn til liðs við
FH. Valdimar sem er 33 ára gamall gengur til liðs við FH frá Val þar
sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil og gerir 2 ára samning við FH
.
Síðasta tímabil skoraði Valdimar 75 mörk í 18 leikjum fyrir Val í N1
deildinni.  Miklar vonir eru bundnar við komu Valdimars til FH en FH ætlar
sér stóra hluti á komandi tímabili líkt og síðustu ár.