Kæru FH-ingar

Á fimmtudaginn er einn stærsti leikur í sögu Fimleikafélagsins. Þá kemur KRC Genk frá Belgíu í heimsókn í Kaplakrika.
Leikurinn er liður í undankeppni Evrópudeildarinnar og er þetta fyrri leikurinn í einvíginu. Liðið þarf á góðum stuðningi að halda, en leikurinn hefst klukkan 18.00 á fimmtudag. Forsala hefst miðvikudaginn 21. ágúst kl 13:00 hér í Kaplakrika og hvetjum við alla til þess að tryggja sér miða strax.

Fyllum völlinn og styðjum strákana til sigurs!