Í gærkvöldi skrifaði Heiðdís Rún Guðmundsdóttir undir samning við FH. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir okkur FH-inga en Heiðdís er feykilega öflug handboltakona.  Hún hefur síðustu tímabil spilað með Val, en lenti þar í erfiðum meiðslum og spilaði þar af leiðandi ekki mikið.  Við vonum að sjálfsögðu að Heiðdís nái sér vel á skrið með stelpunum okkar og sýni og sanni hversu öflugur leikmaður hún er. 

Sigrún Jóhannsdóttir hefur jafnframt framlengt samning sinn við FH sem eru frábærar fréttir, enda er hún einn af burðarstólpum liðsins.  Sigrún hefur verið í FH allan sinn feril.

P1010018

 

P1010085