Heil og sæl

Á haust önninni munum við bjóða upp á átta vikna fjölskyldunámskeið á miðvikudögum kl. 17:30-18:30. Námskeiðið hefst 4. september og lýkur 23. október.

Skylmingar eru þannig íþrótt að það geta allir stundað hana burt séð frá aldri. Það er því ekkert til fyrirstöðu að öll fjölskyldan mæti saman á æfingar.

Námskeiðið kostar 1500 kr á mann.

Einnig er komin inn ný æfingatafla og er hægt að sjá hana hér á síðunni undir „Skylmingar“.