Guðrún Ósk Maríasdóttir markmaður FH skrifaði í morgun undir nýjan samning við félagið.
Guðrún Ósk sem er einn besti markmaður Olísdeildar kvenna mun því vera áfram á milli stanganna hjá FH næsta vetur.

Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar segir þetta gleði dag fyrir Fimleikafélagið, Guðrún Ósk sé ekki aðeins frábær leikmaður heldur gríðarlega sterkur karakter.
Þetta er stórt skref í þá átt sem við ætlum okkur í framtíðinni með meistaraflokk kvenna, við eigum okkar drauma og við vinnum dag frá degi til að þeir rætist.

Kvennalið FH komst í 8 liða úrslit Olís deildarinnar í vetur en tapaði þar fyrir ÍBV í tveimur hörku leikjum.
Liðið er ungt og efnilegt og ljóst er að framtíðin er björt í Kaplakrika.