Í dag skrifuðu 8 ungir og efnilegir FH-ingar undir samning til tveggja ára. Strákarnir leika allir með 2.flokki félagsins.
Þessum strákum er ætlað stórt hlutverk í framtíðinni og munu stuðningsmenn sjá þá hvern á fætur öðrum koma inn í meistaraflokks lið félagsins á næstu árum.
Yngri flokka starf FH er í miklum blóma og er fjöldinn allur af leikmönnum að koma upp bæði hjá strákunum sem og hjá stelpunum.

“ Stefna stjórnar og þjálfarateymis FH er skýr, ungir og efnilegir leikmenn munu fá tækifæri, við búum það vel að við eigum fjöldann allann af efnilegum leikmönnum,
við ætlum að hlúa vel að þeim og veita þeim tækifæri, svo er það undir þeim komið að nýta það, segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH „

Strákarnir sem skrifuðu undir samning í dag eru.

Sigurður Gunnar Njálsson
Stefán Tómas Þórarinsson
Jóhann Birgir Ingvarsson
Henrik Bjarnason
Hlynur Bjarnason
Halldór Ingi Jónasson
Steingrímur Gústafsson
Davíð Reginsson

Til hamingju strákar !

Á meðfylgjandi mynd má sjá strákana eftir undirskriftina ásamt þjálfarateyminu, Halldóri Jóhanni Sigfússyni, Guðjóni Árnasyni og Árna Stefáni Guðjónssyni.