Á mánudaginn spilar karlalið FH fyrsti leik sinn í Pepsi-deild karla, en það eru Kópavogsbúarnir í Breiðablik sem koma í Kaplakrika í heimsókn. 

Eins og fyrr segir er leikurinn í Kaplakrika, en ekki Kópavogsvelli eins og upprunalega átti að vera. Kópavogsvöllur er ekki tilbúinn í átök eins og staðan er í dag og því var leikurinn færður í Kaplakrika.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hvetjum við alla sem vettlinga geta valdið að skella sér í Krikann og styðja okkar menn til sigurs í fyrsta leik ársins. Þeir hafa verið að spila vel að undanförnu og verður skemmtilegt að sjá stórleik strax í fyrstu umferð.

Allir á völlinn – ÁFRAM FH!