FH mætir Víking Reykjavík Pepsi-deild karla á sunnudaginn kemur, þann 1. júní – daginn eftir kosningar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 verður leikið í Kaplakrika.

FH-liðið hefur byrjað tímabilið ágætlega og er á toppnum eftir fimm umferðir með jafn mörg stig og Stjarnan, 11. Okkar menn hafa unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Reykjavíkur-Víkingar eru í sjöunda sæti með sjö stig, en þeir hafa unnið tvo leiki, gert einn jafntefli og tapað tveimur. 

Liðin hafa mæst tólf sinnum frá árinu 2000. FH hefur unnið níu, liðin gert fimm sinnum jafntefli og þrisvar hafa Víkingar unnið. Síðast mættust liðin 2011 í Pepsi-deildinni, en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum og FH vann svo síðari leikinn 3-1. 

Eftir pirrandi tap gegn KR í bikarnum eru okkar menn staðráðnir í að halda áfram að sýna og sanna í hvað þeim býr. Leikurinn gegn Víking er mikilvægur fyrir framhaldið og þurfum við þrjú stig.

Kæru FH-ingar, flykkjumst á völlinn og styðjum okkar menn áfram í baráttunni!

ÁFRAM FH!