FH gerði 1-1 jafntefli við Þór í Pepsi-deild karla í gær. Kristján Gauti Emilsson skoraði mark FH, sem hafa oft á tíðum, spilað betur en í gær. Toppsætið er þó enn okkar. 

FH-liðið byrjaði leikinn ágætlega, skapaði sér nokkrar hættulegar sóknir og spilaði vel í fyrri hálfleik. Kristján Gauti Emilsson skoraði eftir frábæran undirbúning fyrirliðans, Ólafs Páls Snorrasonar, eftir þrettán mínútna leik. 

Eftir 35. mínútna leik gerðist furðulegt atvik. Ólafur Páll gaf frábæra sendingu fyrir markið og Kristján Gauti skallaði boltann í netið en af eitthverjum ástæðum flaggaði línuvörðurinn. Ekki gat verið um rangstöðu að ræða og boltinn var langt, langt frá því að fara útaf. Þetta átti heldur betur eftir að koma í bakið á okkar mönnum. 

Í síðari hálfleik var ekki sjón að sjá FH-liðið, en liðið skapaði sér ekki mikið af færum. Liðið var þó mikið meira með boltann og það var því gegn gangi leiksins þegar Þórsarar jöfnuðu eftir mistök FH-inga. Jóhann Helgi var þar að verki og staðan orðin jöfn 1-1 og rúmur hálftími til leiksloka.

Okkar menn náðu ekki að pota boltanum aftur í netið og því 1-1 lokatölur í Kaplakrika fyrir framan sárafáa áhorfendur.

FH heldur þó toppsætinu, en þeir eru með átján stig, tveimur stigum á undan Stjörnunni sem er í því öðru. Keflavík, KR og Víkingur Reykjavík eru svo í þriðja til fimmta sæti með þrettán stig. 

Næsti leikur FH er næsta mánudag á sjálfum þjóðarleikvangnum gegn Fram. Nánar um það síðar í vikunni!