FH mætir Glenavon í síðari leik liðanna á fimmtudaginn. Leikurinn er liður í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, en fyrri leikinn unnu okkar menn nokkuð sannfærandi, 3-0.

Glenavon kemur frá Norður-Írlandi og vann bikarkeppnina þar í landi. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta fimmtudag, þar sem FH-liðið hrökk í gang á síðusta stundarfjórðungnum og vann 3-0 sigur með tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni og einu frá Ingimundi Níels Óskarssyni. 

Það er algjört grundvallaratriði að okkar menn komist í gegnum þessa umferð, en til þess að fara áfram þurfa menn að vera með hausinn á réttum stað og ef FH-liðið spilar eins og það best getur munum við fara áfram. Ég lofa því! 

Næsti leikur í Pepsi-deildinni er svo á sunnudaginn, þegar FH á stórleik gegn Stjörnunni í Garðabæ. Nánar um það síðar.