Anton Ingi Leifsson skrifar frá Svíþjóð: 

Halló Hafnarfjörður eða hvar sem þú ágæti lesandi ert að lesa þennan pistil! Ferðalagið hófst klukkan 07.00 í Kaplakrika þar sem menn mættu flestir á réttum tíma. Úr Kaplakrika var haldið í rútu til Keflavíkur þar sem flugvélin beið okkar, en talsverar tafir urðu á vélinni og komumst við ekki í loftið fyrr en um 10:45, en menn tóku því með jafnaðargeði. 

Ekki var þó flogið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar heldur frá gamla hersvæðinu þar sem vélin okkar beið. Menn tylltu sér niður, fengu sér að borða í þæginlegu húsnæði og spjölluðu þangað til vélin datt í hús. Hún kom á endanum og við flugum nokkuð þæginlega til Gautaborga, en í vélinni var boðið upp á alvöru brekfast að enskum sið; ommeletta, baunir og beikon! Sá sem var ánægðastur með máltíðina var formaðurinn Viðar Halldórsson sem fagnaði með te-i og niðursoðnum ávexti í eftirrétt. 

Þegar komið var til Gautaborgar var haldið í rútu til Borås þar sem liðið gistir og æfir, en leikurinn fer einnig fram þar á morgun. Menn fengu sér síðbúinn „hádegismat“ þegar þangað var komið um 16:00, en þá höfðu menn komið sér vel fyrir á sínum herbergjum. Æft var síðan á keppnisvellinum klukkan 18:00 að staðartíma í Gautaborg, Þar var farið yfir helstu áherslur morgundagsins og línurnar lagðar fyrir leikinn. Myndir frá æfingunni má sjá á fésbókarsíðu FHingar.net

Eftir æfingu var haldið í kvöldmat og eftir það fóru flestir menn upp á sín herbergi og slökuðu á eftir nokkuð annasaman dag. Fjölmiðlateymi FHingar.net & FH.is, og fleiri góðir menn skelltu sér út á borða og varð fyrir valinu Jensen’s Bøfhus. Undirritaður og Tómas Doddason vinna þó hörðum höndum þessa stundina og skipuleggja morgundaginn sem verður vonandi ansi skemmtilegur, en leikurinn sjálfur er á morgun klukkan 18:00 að staðartíma – 16:00 að íslenskum.

Það er ekki meira að sinni! Heyrumst á morgun, en þið skuluð lofa mér því að fylgjast vel með fésbókarsíðu FHingar.net og heimasíðu FH.is! Við minnum á að leikurinn verður sýndur á English Pub kl. 16:00 og einnig verður honum lýst beint á FH-Radio á netinu. Vefslóð inná útvarpið kemur rétt fyrir leik.

Áfram FH! 
Vi ses!