Jonathan Hendrickx hefur skrifað undir samning við Fimleikafélagið til tveggja ára, en hann kemur til FH frá Fortuna Sittard í Hollandi. 

Jonathan er tvítugur hægri bakvörður sem hefur spilað síðustu tvö ár fyrir Fortuna Sittard í hollensku fyrstu deildinni, en hann er uppalinn hjá belgíska stórveldinu, Standard Liége.

,,Við erum mjög ánægðir með að fá Jonathan og hann er mjög góð viðbót við okkar hóp,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH.

Jonathan skrifaði undir tveggja ára samning, en klásúla er í samningnum um að mögulegt er að framlengja honum um 2 ár til viðbótar.