Ingibjörg Pálmadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við FH. Ingibjörg er alin upp á parketinu í Krikanum og hefur allann sinn feril leikið fyrir FH.

Ingibjörg er ósérhlífinn leikmaður sem getur leikið nánast allar stöður á vellinum og verður ungu og efnilegu liði FH mikill styrkur á næstu árum.

 

Stjórn handknattleiksdeildar FH lýsir yfir mikilli ánægju með að Ingibjörg hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið og taka slaginn með liðinu næstu árin.