FH-Selfoss Coca Cola bikar kvenna

Þriðjudaginn 11 nóvember kl: 20.00 fer fram leikur FH og Selfoss í Coca Cola bikar kvenna.

Við hvetjum alla til að mæta í Kaplakrika og styðja FH í þessum mikilvæga leik.

FH stelpurnar ætla sér ekkert annað en sigur og óska eftir þínum stuðningi á pöllunum.

Það verður gleði, spenna, stemmning og fegurð í Kaplakrika á þriðjudag. Ekki láta þig vanta !

Miðaverð:
Fullorðnir = 1.500 kr.
15 ára og yngri = Frítt.

Vinsamlegast athugið að þar sem að þetta er bikarleikur þá gilda árskort og muggarakort ekki.

Áfram FH