FH stelpur taka á móti Val í níundu umferð Olísdeildar kvenna laugardaginn 15 nóvember kl: 14.00

Valur situr í 7 sæti deildarinnar með 6 stig en FH í 10 sæti með 5 stig. Það er því ljóst að leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem að stutt er á milli í spennandi Olísdeild kvenna.

 

Það er BK kjúklingur sem býður öllum frítt á leikinn eins og alla heimaleiki FH í Olísdeild kvenna í vetur.

 

FH þakkar BK kjúklingi fyrir frábærann stuðning og hvetur alla til að mæta í Krikann á laugardag

 

Áfram FH